Heim Fréttir Heimildamynd um heimafæðingar í vinnslu

Heimildamynd um heimafæðingar í vinnslu

-

Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona gerir mynd um heimafæðingar.
Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona gerir mynd um heimafæðingar.

Dögg Mósesdóttir vinnur nú að heimildamyndinni Valið, sem fjallar um heimafæðingar. Fjalllað er um þetta í Morgunblaðinu og rætt við Dögg.

Hún segir þar mikilvægt að efla skilning og þekkingu fólks á efninu þar sem fæðingarstöðum á landinu fari ört fækkandi. Hún hefur reynslu af ferlinu en endaði á spítala í bráðakeisaraaðgerð og þekkir því ýmsar hliðar á málinu á eigin skinni en hún fékk einnig að fylgjast með einni slíkri við gerð myndarinnar sem hún segir að hafi verið afar sérstakt tilfelli sem veki upp spurningar í tengslum við ferlið en vill bíða með að segja frá því hvað gerðist nákvæmlega.

Þrátt fyrir að vera að gera myndina segist Dögg alls ekki vera í áróðursherferð fyrir heimafæðingum, áherslan sé lögð á að konur hafi val um hvernig þær vilji að ferlið sé.

Dögg safnar nú fé til að klára myndina á Karolinafund. Þegar hefur safnast rúmlega helmingur upphæðar en hægt er að styðja verkefnið til 20. janúar næstkomandi.

Sjá umfjöllun Morgunblaðsins hér: Gerir mynd um heimafæðingar – mbl.is.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.