Heimildamynd um heimafæðingar í vinnslu

Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona gerir mynd um heimafæðingar.
Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona gerir mynd um heimafæðingar.

Dögg Mósesdóttir vinnur nú að heimildamyndinni Valið, sem fjallar um heimafæðingar. Fjalllað er um þetta í Morgunblaðinu og rætt við Dögg.

Hún segir þar mikilvægt að efla skilning og þekkingu fólks á efninu þar sem fæðingarstöðum á landinu fari ört fækkandi. Hún hefur reynslu af ferlinu en endaði á spítala í bráðakeisaraaðgerð og þekkir því ýmsar hliðar á málinu á eigin skinni en hún fékk einnig að fylgjast með einni slíkri við gerð myndarinnar sem hún segir að hafi verið afar sérstakt tilfelli sem veki upp spurningar í tengslum við ferlið en vill bíða með að segja frá því hvað gerðist nákvæmlega.

Þrátt fyrir að vera að gera myndina segist Dögg alls ekki vera í áróðursherferð fyrir heimafæðingum, áherslan sé lögð á að konur hafi val um hvernig þær vilji að ferlið sé.

Dögg safnar nú fé til að klára myndina á Karolinafund. Þegar hefur safnast rúmlega helmingur upphæðar en hægt er að styðja verkefnið til 20. janúar næstkomandi.

Sjá umfjöllun Morgunblaðsins hér: Gerir mynd um heimafæðingar – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR