BERDREYMI og SVAR VIÐ BRÉFI HELGU fá Eurimages styrk

Tvö íslensk verkefni, Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hlutu styrk frá Eurimages á dögunum, sú fyrrnefnda um 44,5 milljónir króna en sú síðarnefnda um 56,2 milljónir króna.

Svar við bréfi Helgu fjallar um aldraðan bónd sem skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja forðum tíð. Gerði hann rétt að taka skyldur sínar við sveit og eiginkonu fram yfir ástina, eða sveik hann þannig sitt eigið hjarta?

Berdreymi fjallar um ungan strák sem tekur eineltisfórnarlamb inn í hóp af ofbeldisfullum villingum. Í gegnum nýju vináttuna nær strákurinn að stíga út úr hringrás ofbeldisins og finna sinn rétta farveg.

Hér er hægt að nálgast fréttatilkynningu Eurimages í heild sinni.

Sjá nánar hér: Tvö íslensk verkefni fá Eurimages styrk

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR