Leikstýrir Baltasar „Reykjavík“?

Baltasar Kormákur leikstjóri.
Baltasar Kormákur leikstjóri.

Baltasar Kormákur á nú í viðræðum um að leikstýra kvikmyndinni Reykjavík sem lengi hefur verið í undirbúningi. Variety skýrir frá þessu.

Myndin segir frá fundi leiðtoganna Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev í Höfða 1986. Nokkuð er síðan skýrt var frá því að Michael Douglas hefði verið ráðinn til að leika Reagan og Christopher Waltz Gorbachev. Bæði Ridley Scott og Mike Newell hafa áður verið orðaðir við leikstjórnina.

Tökum á Everest í leikstjórn Baltasars er nú lokið. Baltasar hefur áður sagt frá því að næsta bíómynd hans verði Víkingar.

Sjá nánar hér: CANNES: Baltasar Kormakur to Direct Michael Douglas-Ronald Reagan Film EXCLUSIVE | Variety.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR