Screen segir „Thor: The Dark World“ dýrðlega skemmtun

Thor The Dark WorldMark Adams, aðalgagnrýnandi bransamiðilsins Screen, fjallar um Thor: The Dark World, sem meðal annars var filmuð hér á landi síðastliðið sumar. Adams er ekkert að skafa utan af því, myndin sé meiriháttar skemmtun sem skaffi allt sem til þarf og muni líklega tröllríða miðasölunni í dágóðan tíma.

Í þessu sambandi er þarft að hafa í huga að frásagnirnar af Þór þrumuguði voru upphaflega ritaðar hér á landi fyrir tæpum átta öldum og liggur Snorri nokkur Sturluson þar undir grun…

Adams segir m.a.:

Thor: The Dark World is a gloriously entertaining film that delivers spectacle, action, a daft elf villain, some smart 3D moments and – most importantly – a whole lot of fun as it weaves its tale of derring-do on various worlds, before ending up back on Earth for a no-holds barred action climax.

True North þjónustaði verkefnið hér á landi.

Sjá nánar hér: Thor: The Dark World | Reviews | Screen.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR