Að tjá sig gegnum tónlist

Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir í Málmhaus eftir Ragnar Bragason.
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir í Málmhaus eftir Ragnar Bragason.

Símon Birgisson fjallar um Málmhaus Ragnars Bragasonar á Reykvélinni og hvernig tónlist er notuð til að tjá innra líf persóna í myndinni. Símon segir m.a.:

„Ragnar Bragason notar svo tónlistina í stað orða til að lýsa þroska persónanna. Eitt af lágstemmdari en áhrifamestu atriðum myndarinnar er þegar Hera læðist niður í eldhús og heyrir óm úr stofunni, Karl faðir hennar er kominn með gítarinn í hendurnar og syngur með eiginkonu sinni og hlær. Það er tónlistin sem er græðir sárin. Hera nær sátt við bæjarbúa þegar hún treður upp með eigin bandi á þorrablótinu. Við getum gert okkur framhaldið í hugarlund, þungarokkstónar Heru hafa þegar vakið athygli málmhausa í Noregi, hennar bíður nýtt ferðalag, nýir áfangastaðir.“

Sjá nánar hér: Að tjá sig gegnum tónlist – Málmhaus eftir Ragnar Bragason | REYKVÉLIN.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR