Barnabíó í Bíó Paradís

Úr Wadjda eftir Haifaa Al Mansour, fyrstu bíómyndinni sem gerð er að fullu í Sádi-Arabíu.
Úr Wadjda eftir Haifaa Al Mansour, fyrstu bíómyndinni sem gerð er að fullu í Sádi-Arabíu.

Sérstök dagskrá ætluð börnum hefst í Bíó Paradís um helgina og er ætlunin að þetta verði fastur liður um helgar. Myndirnar eru sýndar kl. 16 og 18 og eru annaðhvort talsettar á íslensku eða með íslenskum texta. Eftirtaldar myndir verða sýndar nú:

ERNEST OG CELESTÍNA
(Frakkland 2012 / Aldur 4 + / íslenska / 80 mín)
Mynd um óvenjulegt og sérstakt vinasamband músarinnar Celestine og bjarnarins Ernest. Myndin er unnin úr vatnslita hreyfimyndum og hefur ferðast á margar af helstu kvikmyndahátíðum heims. Kvikmyndin er talsett á íslensku

[divider scroll_text=““]
WADJDA
(Sádí-Arabía 2012 / Aldur 11 + / íslenskur texti / 98 mín)
Wadjda er 10 ára telpa sem dreymir um að eignast reiðhjól en er sagt að það sé ekki í boði fyrir stúlkur. Hún er hinsvegar ekki tilbúin að sætta sig við það. Myndin varpar ljósi á hlutskipti kvenna í Sádí-Arabíu nútímans og sýnir að ein hugmynd getur breytt heiminum.

[divider scroll_text=““]

Mamma ég elska þig
(Lettland 2013 / íslenskur texti / 83 mín)
Raunsæ dramatísk mynd sem gefur áhorfandanum innsýn inn í tilfinningalíf viðkvæms ungs drengs, Raimond. Í myndinni er því líst á einstaklega viðkæmann hátt þeim samskiptum sem móðir og sonur þurfa að glíma við til þess að endurbyggja samband sitt. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna m.a. á Berlinale kvikmyndahátíðinni 2013 og á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles 2013, sem og á kvikmyndahátíðinni í Zlin vann hún til verðlauna Evrópsku barnakvikmyndasamtakanna.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR