“The Fifth Estate” spáð slöku gengi

Úr The Fifth Estate: Benedikt Cumberbatch og  Daniel Brühl á kunnuglegum stað. Brühl lék á sínum tíma í Kóngavegi Valdísar Óskarsdóttur.
Úr The Fifth Estate: Benedikt Cumberbatch og Daniel Brühl á kunnuglegum stað. Brühl lék á sínum tíma í Kóngavegi Valdísar Óskarsdóttur.

Variety spáir The Fifth Estate heldur slöku gengi en myndin opnar í Bandaríkjunum um helgina. Hluti myndarinnar var tekin hér á landi en hún fjallar um Julian Assange og Wikileaks með sérstakri áherslu á Manning-skjölin svonefndu og atburðina í kjölfar birtingar þeirra. Með aðalhlutverk fara Benedict Cumberbatch og Daniel Brühl.

Variety segir heldur ólíklegt að myndin taki inn meira en fimm milljónir dollara um opnunarhelgina, sem þykir lítið. Bent er á að myndin sé aðeins með 38% skor á Rotten Tomatoes og að forsala miða hafi verið dræm. Verði þetta niðurstaðan, segir Variety, yrði það lægsta opnun DreamWorks stúdíósins síðan Sinbad: Legend of the Seven Seas kom út 2003.

Myndin verður frumsýnd 8. nóvember hér á landi.

Sjá nánar hér: Audiences to Hollywood: We Don’t Care About WikiLeaks

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR