Víðsjá um „Málmhaus“ og „Hross í oss“

Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi Víðsjár fjallar um tvær nýjar íslenskar kvikmyndir: Málmhaus eftir Ragnar Bragason og Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.

Gunnar Theódór segir m.a. um Málmhaus:

„Málmhaus er í grunninn nokkuð hefðbundið fjölskyldudrama sem tekur fyrir kunnuglegt efni: fjölskylda í litlu samfélagi þarf að kljást við djúpa sorg, en samskiptaleysi kemur í veg fyrir að þau geti haldið áfram með líf sitt. Samhliða því lýsir myndin sögu ungmennis sem stendur fast í litlu samfélagi og vill komast burt, án þess að geta nokkuð aðhafst í málunum. Væri einungis einblínt á þessa tvo þræði – fjölskyldudramað og þroskasöguna – þá væri Málmhaus líklega frekar óeftirminnileg mynd. Hún er vissulega vandlega smíðuð og vel gerð, bæði tæknilega og út frá viðmiðum meginstraumsins – það mætti segja að hún sé „fyrirsjáanlega góð“, í þeirri merkingu að hún skilar sínu sem vel leikið drama, en kemur ekki endilega mikið á óvart – en það sem lyftir myndinni hins vegar upp á við er öll umgjörðin í kringum persónu Heru: að gera hana að málmhausi, með öllu því rokki og myndmáli sem því fylgir – djöfullega máluð ung kona með rafmagnsgítar í snjóstormi – það heillar, það grípur, og það vekur athygli og situr eftir, því hugmyndin sjálf er frumleg og spennandi.“

Og um Hross í oss segir hann meðal annars þetta:

„Benedikt hefur mjög sterk tök á myndmálinu sem hann vinnur með og fjöldi eftirminnilegra atriða gætu staðið algjörlega ein og sér sem listaverk: hestur deyr, og við færumst beint inn í mennska jarðarför; maður og hestur blandast saman í eina lífveru í atriði sem minnir, furðulegt nokk, á fræga senu úr einni Stjörnustríðsmyndanna; reiðmaður stefnir hesti sínum á haf út til að synda upp að skipi – og síðast en ekki síst atriði sem fer á óvæntan hátt með gaddavír og leikur sér afar skemmtilega með augna-stefið sem gengur eins og rauður þráður í gegnum alla myndina.“

Umsögnina í heild sinni má sjá hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR