HeimEfnisorðVíðsjá

Víðsjá

Víðsjá um EINS OG MÁLVERK EFTIR EGGERT PÉTURSSON: Verkið er tilbúið þegar það hættir að breytast

„Heimildamyndir af þessu tagi eru afskaplega verðmætar,“ segir Sunna Ástþórsdóttir gagnrýnandi Víðsjár um myndina Eins og málverk eftir Eggert Pétursson eftir Gunnlaug Þór Pálsson.

Víðsjá um A HISTORY OF ICELANDIC FILM: Gott yfirlit um íslenska kvikmyndasögu

„Prýðilegt kynningarrit fyrir erlenda lesendur sem áhugasamir eru um íslenska kvikmyndagerð,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson bókarýnir Víðsjár um yfirlitsritið A History of Icelandic Film eftir Kanadamanninn Steve Gravestock.

Víðsjá um MEÐ SIGG Á SÁLINNI: Bíómyndirnar týnast innan um grobbsögur

"Með sigg á sálinni er skemmtileg aflestrar en er fjarri því sá minnisvarði um feril og lífshlaup Friðriks Þórs Friðrikssonar sem leikstjórinn verðskuldar," segir Björn Þór Vilhjálmsson bókarýnir Víðsjár meðal annars í umsögn sinni um bókina.

Víðsjá um „Vasulka áhrifin“: Stórmerkileg saga

"Merkileg heimildamynd sem kemur eflaust mörgum á óvart," segir Gunnar Theodór Eggertsson í Víðsjá um Vasulka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur.

Ásgeir H. Ingólfsson á Berlinale

Ásgeir H. Ingólfsson er nú sérlegur tíðindamaður Víðsjár á Berlinale og hefur sent frá sér fyrsta pistilinn þar sem hann ræðir meðal annars við leikarann Alexander Skarsgård sem kynnir mynd sína War on Everyone og leikstjórann Måns Månsson sem sýnir mynd sína Yarden.

Rás 1 um „Þresti“: Kunnuglegt en glæsilega saman sett

"Þrestir er þroskasaga ungs manns, sem er að miklu leyti staðnaður sem barn, og myndin skoðar tímabil í lífi hans þar sem hann neyðist til að horfast í augu við fullorðinsárin, sama hversu glötuð þau kunna að virðast," segir Gunnar Theódór Eggertsson meðal annars í Víðsjá Rásar 1 um mynd Rúnars Rúnarssonar.

Stockfish krítík: Two Men in Town og Im keller

Gunnar Theodór Eggertsson fjallaði í kvikmyndapistli í Víðsjá, fimmtudaginn 26. febrúar, um Two Men in Town eftir Rachid Bouchareb heiðursgest hátíðarinnar og Im Keller eftir Ulrich Seidl en báðar eru þær sýndar á Stockfish-kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís sem stendur yfir til 1. mars.

Fleiri góðar á Stockfish

Gunnar Theodór Eggertsson fjallar um kvikmyndirnar Tangerines, Adieu au langage og What We Do In The Shadows, sem allar eru sýndar á kvikmyndahátíðinni Stockfish sem nú stendur yfir í Bíó Paradís.

RÚV um „Grafir og bein“: Of margar sögur í einu

Gunnar Theódór Eggertsson fjallaði um Grafir og bein í útvarpsþættinum Víðsjá á Rás 1 og segir myndina vilja segja aðeins of margar sögur í einu. "Handritið inniheldur ýmsar áhugaverðar hugmyndir [...] en myndin þjáist af því að fara í of margar áttir í einu og missa of mikinn fókus í leiðinni, þangað til á lokasprettinum. Myndin kann að vera með hjartað á réttum stað, en mér þótti hún einfaldlega hvorki nógu spennandi né ógnvekjandi á heildina litið."

Víðsjá um „Málmhaus“ og „Hross í oss“

Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi Víðsjár fjallar um tvær nýjar íslenskar kvikmyndir: Málmhaus eftir Ragnar Bragason og Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR