spot_img
HeimEfnisorðGunnar Theódór Eggertsson

Gunnar Theódór Eggertsson

Lestin um ÞORPIÐ Í BAKGARÐINUM: Með hjartað á réttum stað

"Þröngur rammi myndarinnar gerir að verkum að áherslan er öll á persónurnar og þær eru báðar grípandi og vel leiknar," segir Gunnar Theódór Eggertsson meðal annars í Lestinni á Rás 1 um Þorpið í bakgarðinum eftir Martein Þórsson.

Lestin um HVERNIG Á AÐ VERA KLASSA DRUSLA: Daðrað við fáránleika án þess að taka skrefið að fullu

"..óbeint innlegg í femíníska umræðu og ágæt áminning um tvöfalt siðgæði kynjanna, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 um Hvernig á að vera klassa drusla.

Lestin um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Farsakennd fyllirísferð sem fjarar út þegar á líður

"Síðasta veiðiferðin á sína spretti. Brandararnir eru þó misgóðir og þegar upp er staðið er það einvalalið leikara sem heldur henni uppi," segir Gunnar Theodór Eggertsson á Lestinni um kvikmynd Þorkels Harðarsonar og Arnar Marinós Arnarsonar.

Víðsjá um “Vasulka áhrifin”: Stórmerkileg saga

"Merkileg heimildamynd sem kemur eflaust mörgum á óvart," segir Gunnar Theodór Eggertsson í Víðsjá um Vasulka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur.

Rás 1 um “Síðasta haustið”: Rómantískur tregi

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg í Lestinni á Rás 1 og segir hana meðal annars listilega vel smíðaða heimildamynd.

Lestin á Rás 1 um “Kona fer í stríð”: Kórstjóri umbreytist í ofurhetju öræfanna

Kvikmyndarýnir Lestarinnar, Gunnar Theódór Eggertsson, segir að Kona fer í stríð nýti sér kunnugleg stef úr spennu- og njósnamyndum á nýstárlegan hátt með því að færa þau inn í íslenska náttúru. Þrátt fyrir að náttúruvernd sé hluti af kjarna myndarinnar prediki hún þó aldrei yfir áhorfendum heldur sýnir þeim sannfærandi mynd af aktívísta sem tekur lögin í eigin hendur.

Lestin á Rás 1 um “Adam”: Einlæg, íhugul og heillandi mynd

"Einlæg og íhugul mynd sem nær að draga fram hugarástand aðalpersónunnar á lifandi og listrænan hátt", segir Gunnar Theodór Eggertsson um Adam eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur í Lestinni á Rás 1.

Lestin á Rás 1 um “Andið eðlilega”: Vel smíðað drama sem dregur fram hið mannlega

"Á brýnt erindi hér heima fyrir jafnt sem erlendis, en efni hennar dregur fram hið mannlega sem passar ekki alltaf inn í svart-hvítan ramma laganna," segir Gunnar Theodór Eggertsson í Lestinni á Rás 1 um Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur.

Lestin á Rás 1 um “Svaninn”: Alvörugefin og draumkennd

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í Lestinni á Rás 1 og segir myndina djúpa og úthugsaða með mörg lög af efnivið.

Lestin á Rás 1 um “Sumarbörn”: Metnaðarfull fjölskyldumynd með ævintýrabrag

"Fyrri hluti myndarinnar er nokkuð stirður hvað varðar flæði og innlifun en hún fer hins á gott flug í seinni hlutanum og fær heildarmyndin á sig ákveðinn ævintýrabrag", segir Gunnar Theódór Eggertsson um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur í Lestinni á Rás 1.

Lestin á Rás 1 um “Undir trénu”: Eins og tvær ólíkar kvikmyndir

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar í Lestinni á Rás 1 og segir meðal annars: "Ég fékk á tilfinninguna að myndin vissi ekki alveg hvaða sögu hún hafði meiri áhuga á að segja – þessa um unga manninn sem þarf að horfast í augu við skilnað eða þessa um erjurnar sem taka að snúast um margt annað en bara tignarlegt tréð."

Lestin á RÚV um “Ég man þig”: Sterk glæpasaga en slappur hrollur

Kvikmyndarýnir Lestarinnar, Gunnar Theódór Eggertsson, telur Ég man þig vera frambærilega glæpasögu en reimleikarnir í myndinni nái þó aldrei almennilegu flugi.

Lestin á RÚV um “Hjartastein”: Saga sögð af miklu næmi

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar í Lestinni á Rás 1 og segir hana allt í senn einlæga, næma og opinskáa.

Rás 1 um “Þresti”: Kunnuglegt en glæsilega saman sett

"Þrestir er þroskasaga ungs manns, sem er að miklu leyti staðnaður sem barn, og myndin skoðar tímabil í lífi hans þar sem hann neyðist til að horfast í augu við fullorðinsárin, sama hversu glötuð þau kunna að virðast," segir Gunnar Theódór Eggertsson meðal annars í Víðsjá Rásar 1 um mynd Rúnars Rúnarssonar.

Stockfish krítík: Two Men in Town og Im keller

Gunnar Theodór Eggertsson fjallaði í kvikmyndapistli í Víðsjá, fimmtudaginn 26. febrúar, um Two Men in Town eftir Rachid Bouchareb heiðursgest hátíðarinnar og Im Keller eftir Ulrich Seidl en báðar eru þær sýndar á Stockfish-kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís sem stendur yfir til 1. mars.

Fleiri góðar á Stockfish

Gunnar Theodór Eggertsson fjallar um kvikmyndirnar Tangerines, Adieu au langage og What We Do In The Shadows, sem allar eru sýndar á kvikmyndahátíðinni Stockfish sem nú stendur yfir í Bíó Paradís.

Nokkrar góðar á Stockfish

Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi Víðsjár RÚV fjallar um myndirnar Blowfly ParkIdaThe Trip to Italy og A Girl Walks Home At Night sem sýndar eru á kvikmyndahátíðinni Stockfish.

RÚV um “Salóme”: Frumleg og forvitnileg heimildamynd

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um heimildamyndina Salóme í pistli á Víðsjá á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Hann segir viðfangsefnið "skemmtilegan fýlupúka" og að eftir sitji frumleg og forvitnileg heimildamynd.

RÚV um “Grafir og bein”: Of margar sögur í einu

Gunnar Theódór Eggertsson fjallaði um Grafir og bein í útvarpsþættinum Víðsjá á Rás 1 og segir myndina vilja segja aðeins of margar sögur í einu. "Handritið inniheldur ýmsar áhugaverðar hugmyndir [...] en myndin þjáist af því að fara í of margar áttir í einu og missa of mikinn fókus í leiðinni, þangað til á lokasprettinum. Myndin kann að vera með hjartað á réttum stað, en mér þótti hún einfaldlega hvorki nógu spennandi né ógnvekjandi á heildina litið."

Víðsjá um “Málmhaus” og “Hross í oss”

Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi Víðsjár fjallar um tvær nýjar íslenskar kvikmyndir: Málmhaus eftir Ragnar Bragason og Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR