Zik Zak undirbýr „Z for Zachariah“

 

Amanda Seyfried, Chris Pine og Chewitel Ejiofor munu leika í Z for Zachariah fyrir Zik Zak kvikmyndir.
Amanda Seyfried, Chris Pine og Chiwetel Ejiofor munu leika í Z for Zachariah fyrir Zik Zak kvikmyndir.

Skúli Malmquist og Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak kvikmyndum vinna nú að undirbúningi kvikmyndarinnar Z for Zachariah og er stefnt að tökum í Bandaríkjunum á fyrrihluta næsta árs. Kunnir leikarar hafa verið ráðnir til verkefnisins, þau  (Star Trek),  (Lovelace, Mamma Mia) og  sem nú vekur mikla athygli fyrir leik sinn í mynd Steve McQueen 12 Years a Slave.

Leikstjóri verður Craig Zobel, sem m.a. gerði Compliance sem kom út í fyrra og er einn framleiðenda Prince Avalanche sem David Gordon Green leikstýrði og er byggð á íslensku myndinni Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson. Handritið skrifar Nissar Modi en auk þess kom Páll Grímsson að handritsþróun og verður meðframleiðandi.

Verkið er byggt á frægri samnefndri skáldsögu Robert C.O’Brien og gerist í óljósri framtíð.  Hin sextán ára gamla Ann Burden býr í litlum bæ á afskekktu svæði og heldur dagbók þar sem hún segir frá því sem á daga sína drífur í kjölfar kjarnorkustyrjaldar.

Ljóst er að verkefnið verður af annarri stærðargráðu en venjan er í íslenskri kvikmyndagerð. Verkefnið hefur verið lengi í þróun og var meðal annars um tíma á hinum svokallaða Black List þar sem sagt er frá spennandi handritum sem enn hafa ekki verið framleidd (sjá frétt Iceland Cinema Now um málið frá 2009 hér). Áhugavert er að skoða listann frá 2009, þar er að finna ýmis handrit sem síðar urðu að kvikmyndum og má þar nefna 2 Guns, The Social Network, Prisoners, Pawn Sacrifice (sem reyndar er í tökum, m.a. hér á landi), Buried, Take This Waltz, The King’s Speech, Hanna, Due Date, Water for Elephants og Wall Street 2: Money Never Sleeps.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR