Baltasar: Látið íslenskt efni í friði!

Baltasar í Kastljósi mánudagskvöldið 14. október 2013.
Baltasar í Kastljósi mánudagskvöldið 14. október 2013.

Baltasar Kormákur ræddi við Kastljós RÚV fyrr í kvöld um niðurhal á höfundarréttarvörðu efni í kjölfar stuttrar umfjöllunar þáttarins um málefnið. Fram kom í spjallinu að mynd hans Djúpið hefði verið halað niður um 10.ooo sinnum og hefði það mikil áhrif á frekari tekjumögleika myndarinnar.

Baltasar benti á að íslenskar myndir kæmu út á afar litlum markaði þar sem tekjumöguleikar væru takmarkaðir og myndu skerðast enn frekar við niðurhal þar sem engin greiðsla kæmi fyrir.

Kastljósinnslagið má sjá hér, en Baltasar ræddi einnig um þau verkefni sem framundan eru hjá honum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR