Heim Fréttir "Málmhaus" í Brasilíu

„Málmhaus“ í Brasilíu

-

Ragnar Bragason er staddur á Janela kvikmyndahátíðinni íRecife í Brasilíu með mynd sína Málmhaus og sendi frá sér þessar ljósmyndir frá sýningu myndarinnar í gærkvöldi sem Klapptré vill deila með lesendum sínum. Ragnar segir afar góða stemmningu hafa ríkt á sýningu gærkvöldsins, troðfullur salur hafi klappað og hrópað. Næsta sýning er annað kvöld.

Á Facebook síðu hátíðarinnar má sjá ummæli gesta og eru þau afar jákvæð, hér er úrdráttur úr nokkrum:

„Ég gerði mér ekki miklar væntingar eftir að hafa séð stikluna. Gott að í ljós kom að það voru óþarfa áhyggjur, ég naut myndarinnar í botn. Mæli eindregið með henni!“

„Snilld. Ein besta bíómynd sem ég hef séð.“

„Frábær leikarahópur sem virðir persónur sínar og sýnir okkur galla þeirra, ótta, eigingirni og óöryggi en líka hvernig þau takast á við vandamálin og yfirstíga þau. […] Lófaklappið eftir sýningu myndarinnar bergmálaði í eina og hálfa mínútu í troðfullum salnum. […] Við þurfum fleiri myndir af þessu tagi í kvikmyndahúsin!“

Ragnar Bragason kynnir Málmhaus við upphaf sýningar í gærkvöldi.
Ragnar Bragason kynnir Málmhaus við upphaf sýningar í gærkvöldi.

Hér stendur sýning myndarinnar yfir í þessu gullfallega kvikmyndahúsi.
Hér stendur sýning myndarinnar yfir í þessu gullfallega kvikmyndahúsi.

Ragnar má sjá í hægra horni myndarinnar.
Ragnar má sjá í hægra horni myndarinnar.

Gesti drífur að. Á eftir Málmhaus var sýnd Monty Python myndin The Meaning of Life.
Gesti drífur að. Á eftir Málmhaus var sýnd Monty Python myndin The Meaning of Life.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.