Miklar vanefndir samkomulags um fjármögnun Kvikmyndasjóðs

Skýringamyndin hér að neðan sem SÍK hefur sent frá sér sýnir glöggt að verulegur misbrestur hefur orðið á efndum samkomulags um fjármögnun Kvikmyndasjóðs sem gert var 2006.

Skýringamyndin sýnir einnig glögglega að verði af boðuðum niðurskurði nú, er það mun meiri niðurskurður heldur en varð á árunum 2009 og 2010 þegar kvikmyndagerð var látin sæta 35% niðurskurði meðan niðurskurður annarra listgreina var undir 5%. Ráðgerður niðurskurður nú nemur 42% miðað við ráðgerð framlög 2014. Aftur er kvikmyndagerðin tekin sérstaklega fyrir og skorin niður við trog umfram aðrar listgreinar – þrátt fyrir að sýnt hafi verið frammá að með fjárfestingu sinni í kvikmyndagerð fái ríkið meira til baka en nemur framlögum. Ástæða þess er önnur fjárfesting, innlend og erlend og þær tekjur sem ríkið hefur af henni, en forsenda slíkrar fjárfestingar er upphafsframlag frá ríkinu gegnum Kvikmyndasjóð.

Hér má sjá greiningu SÍK á afleiðingum fyrirhugaðs niðurskurðar.

Framlog_2006-2014

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR