"Kvikmyndaframleiðendur bundu satt að segja vonir við að núverandi stjórnvöld sæju framtíðina, tækifærin sem felast í íslenskri kvikmyndaframleiðslu, mikla fjárhagslega möguleika greinarinnar og menningarlegt mikilvægi hennar í heimi sem stendur okkur opinn. En það sem af er þessu kjörtímabili hafa þær vonir reynst blekking ein - eins og staðreyndirnar sýna," segir Björn B. Björnsson.
"Víðast hvar erlendis þegar Danmörku ber á góma eru leiknu þáttaraðir danska ríkissjónvarpsins það fyrsta jákvæða sem kemur upp í huga fólks. Þessi mikilvægi samfélagsspegill danskra er einnig þeirra mikilvægasta útflutningsvara síðustu ára. Víðtæk jákvæð áhrif þessa þarf ég ekki að tíunda hér. En gæði dansks sjónvarpsefnis er ekki tilviljun," segir Ragnar Bragason.
Í 20 ár hefur Latibær skapað yfir 100 ársverk að meðaltali í föstum eða afleiddum störfum og á síðustu tveimur og hálfu ári hafa 4,5 milljarðar króna komið inn í íslenska hagkerfið vegna framleiðslu þáttanna. Það er ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi á þessu tímabili, segir Magnús Scheving stofnandi Latabæjar.
Hvernig útvarpsstjóri var Páll Magnússon? Hvernig birtist það í dagskránni, því eina sem í raun skiptir máli? Hvert stefnir RÚV nú þegar stjórnvöld eru (enn og aftur) að þrengja verulega að stofnuninni?
Hilmar Sigurðsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda ræðir um það hversvegna niðurskurður til kvikmyndagerðar er vond hugmynd út frá uppbyggingu greinarinnar og fyrir efnahaginn í landinu.
Hagsmunafélög kvikmyndaiðnaðarins vekja athygli á þeim afleiðingum sem fyrirhugaður niðurskurður á framlögum til kvikmyndagerðar muni hafa í för með sér.
Kjarninn birtir viðtal við Benedikt Erlingsson leikstjóra þar sem hann ræðir um íslensk stjórnmál, stöðu íslensks menningarlífs, hugmyndafræðileg átök og eigin feril í kvikmyndagerð.
Nokkrir dagskrárliðir hverfa, öðrum fækkar og enn aðrir breytast og þynnast. Ekki flatur niðurskurður á dagskrá heldur verður forgangsraðað segir útvarpsstjóri.
Forsætisráðherra sýnir töluverð tilþrif í skapandi meðhöndlun sannleikans þegar hann lætur útúr sér að í raun sé verið að auka framlög til kvikmyndagerðar með nýjum fjárlögum, raunar svo mjög að hvítt verður svart og svart verður hvítt.
Sigmundur Davíð segir að í raun sé verið að auka framlög meðal annars til kvikmyndagerðar. Kallar fjárfestingaráætlun síðustu stjórnar "kosningaplagg."
Hefja þarf vinnu við uppbyggingu kvikmyndagerðar til lengri tíma eigi síðar en strax. Góð byrjun á þeirri vinnu væri að leiðrétta núverandi fjárlagafrumvarp þannig að niðurskurður verði sambærilegur við niðurskurð Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs.
Uppfærðar tölur yfir framlög til Kvikmyndasjóðs frá 2006-2014 sýna hversu langt sjóðurinn er frá því að ná takmarkinu sem samkomulagið frá 2006 kvað á um.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir á Facebook síðu sinni að fólk í kvikmyndaiðnaðinum verði að gera sér grein fyrir því að ekki verði gengið...