Viðhorf | Skapandi meðhöndlun sannleikans hjá forsætisráðherra

RÁÐHERRANN, þáttur 6: Íslenski draumurinn: Að fúnkera aðeins of vel

Ásgeir H. Ingólfsson fjallar um sjötta þátt Ráðherrans á vef sínum Menningarsmygl.

Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.

Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum "besta alþjóðlega myndin" (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.

Bíó Paradís vinnur að stofnun eigin streymisveitu

Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.

RÁÐHERRANN, þáttur 5: Forsætisráðherrann gegn kerfinu

Ásgeir H. Ingólfsson heldur áfram að skrifa um Ráðherrann og fjallar nú um fimmta þátt á vef sínum Menningarsmygl.

Hvítt verður svart og svart verður hvítt í meðförum forsætisráðherra.
Hvítt verður svart og svart verður hvítt í meðförum forsætisráðherra.

Forsætisráðherra sýnir töluverð tilþrif í skapandi meðhöndlun sannleikans þegar hann lætur útúr sér að verið sé að auka framlög til kvikmyndagerðar með nýjum fjárlögum, raunar svo mjög að hvítt verður svart og svart verður hvítt.

Í fjárlagafrumvarpinu er nefnilega gerð tillaga um að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verði 735,3 milljónir króna 2014. Árið 2013 voru framlögin 1.147,2 milljónir króna. Lækkunin nemur vel á fimmta hundrað milljónum króna. Hvernig það getur talist „aukning“ er vandséð.

Ráðherrann talar einnig um að fjárfestingaáætlun fyrrverandi stjórnar hafi verið „kosningaplagg“, en skýrir ekki frekar hvað hann á við. Í skýringum með fjárlagafrumvarpi er einnig talað um að „áætlanir um tekjur sem fjármagna áttu [fjárfestinga]áætlunina, sérstakt veiðigjald á auðlindaarð sjávarútvegsins, söluhagnaður og eignasala, hafa ekki reynst byggðar á nægilega traustum grunni.”

Ekki hefur orðið vart við rökstuðning þessarar fullyrðingar með neinum sannfærandi hætti. Í því sambandi má nefna að framlög til kvikmyndagerðar voru sérstaklega merkt arði og eignasölu í fyrrnefndri fjárfestingaáætlun, en t.d. ekki tekjum af veiðileyfagjaldi. Minnt skal á að sama dag og fjárlög voru lögð fram auglýsti Landsbankinn sérstaklega að hann hefði greitt ríkinu 10 milljarða króna arð – sem er næstum sama upphæð og merkt er ferðaþjónustu, skapandi greinum (þ.á.m. kvikmyndagerð), græna hagkerfinu og fasteignum í títtnefndri fjárfestingaáætlun.

Sigmundur Davíð vísar til þess að verið sé að hækka framlög til Kvikmyndamiðstöðvar samkvæmt samkomulagi frá 2011. Upphæðin nemur rúmum 70 milljónum króna. Á sama tíma er verið að afnema ráðgert framlag úr fjárfestingaáætlun sem nemur 488 milljónum króna – án rökstuðnings.

Það má kannski kalla þetta „skapandi meðhöndlun sannleikans.“ En það væri ekki erfitt að kveða mun fastar að orði.

Athugasemdir

álit

SKYLT EFNI:

Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.

Konur í kvikmyndagerð vilja svör frá menntamálaráðherra

WIFT, samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, vilja róttækar aðgerðir til að rétta af sláandi halla í iðnaðinum á Íslandi. Þær harma að ný kvikmyndastefna sem á að styðja við greinina til ársins 2030 taki ekki mið af jafnréttismálum.

Skarphéðinn Guðmundsson: Margar sterkar þáttaraðir á leiðinni

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV ræðir væntanlegar þáttaraðir, dagskrárstefnu RÚV, kynjajafnvægi, fjármögnunaráskoranir og samvinnu við hinar norrænu almannastöðvarnar í ítarlegu viðtali við Nordic Film and TV News.

Athugasemdir

álit