Forsætisráðherra: Verið að auka framlög til skapandi greina

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í Kastljósi RÚV 11. september 2013.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í Kastljósi RÚV 11. september 2013.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem haldinn er á Selfossi um helgina að ekki væri hægt að tala um að það sé verið að skera niður á sviðum þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir að skera niður að undanförnu. Nefnir hann sem dæmi rannsóknir, kvikmyndagerð og skapandi greinar.

Sigmundur bætti því við að upphæðin sé kannski heldur lægri en ef miðað væri við fjárfestingaráætlun síðustu ríkisstjórnar sem hann segir að hafi í raun ekki verið áætlun, heldur kosningaplagg. Og ennfremur segir hann: „Ef við lítum á reynslu allra undanfarinna ára, 2012, 2011, 2010 og förum aftur fyrir efnahagshrunið, 2007, 2006, þá erum við að auka verulega framlög til þessara greina; til rannsókna, til skapandi greina, og að sjálfsögðu erum við að snúa þróuninni við hvað varðar undirstöðurnar.“

Sjá nánar hér: Eykur framlög til skapandi greina | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR