Ragnar Þór Pétursson kennari virðist hvergi hættur að tjá sig um dagskrá RÚV og í kjölfar gagnrýni hans á Vertu viss birtir hann annan pistil á Eyjunni um Orðbragð, sem hann hrósar í hástert:
“Það er við hæfi eftir síðustu færslu að vekja athygli á því hve þátturinn Orðbragð er frábærlega vel heppnað sjónvarp. Honum tekst að fanga þann frumkraft sem býr í tungumálinu og vekja athygli á sköpunarþætti þess.”
Sjá nánar hér: Frábærlega vel heppnaður þáttur hjá RÚV « Ragnar Þór Pétursson.