spot_img

„Saga kvikmynda“ eftir Mark Cousins á RÚV

Mark Cousins höfundur þáttanna, þvældist um víða veröld með kameruna sína í leit að sögu kvikmyndanna í þessum afbragðs þáttum.
Mark Cousins höfundur þáttanna, þvældist um víða veröld með kameruna sína í leit að sögu kvikmyndanna í þessum afbragðs þáttum.

Þáttaröðin Story of Film: An Odyssey hefst á RÚV mánudaginn 21. október. Þættirnir, sem eru 15 talsins, rekja sögu kvikmyndanna allt frá upphafi fram á okkar daga. Höfundur er hinni kunni breski gagnrýnandi Mark Cousins en þættirnir voru frumsýndir í Bretlandi 2011 og byggðir á bók hans frá 2004.

Hann ræðir við fjölda leikstjóra í þáttunum, meðal annars Alexandr Sokurov, Lars von Trier og Bernardo Bertolucci og ferðast um allan heim. Sérstaklega er gleðilegt hvað hann leggur mikla áherslu á heimsbíóið og sú nálgun hans að ganga mjög oft út frá þeim sem ruddu brautina er einnig afar áhugaverð.

Það er óhætt að mæla með þessari þáttaröð, sem líklega á sér enga líka í breidd.

Sjá nánar hér: Saga kvikmyndanna | RÚV.

Sjá hér pistil Hauks Más Helgasonar um þáttaröðina.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR