Andlát | Jón Sigurbjörnsson 1922-2021

Einn kunnasti leikari Íslendinga, Jón Sig­ur­björns­son, andaðist í gær 30. nóv­em­ber, 99 ára að aldri.

Jón tók þátt í gerð fjölda kvikmynda og sjónvarpsverka á löngum ferli. Má þar nefna bíómyndirnar Land og syni (1980), Útlagann (1981), Hrafninn flýgur (1984), Gullsand (1984), Magnús (1989), Bíódaga (1994), Einkalíf (1995), Myrkrahöfðingjann (1999) og Heiðina (2008).

Þá fór hann með aðalhlutverkið í stuttmyndinni Síðasti bærinn (2004) sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna.

Meðal sjónvarpsverka sem Jón kom fram í eru Gullna hliðið (1984), Ást í kjörbúð (1986) og Sigla himinfley (1994).

Ítarlegan lista yfir verk hans í kvikmyndum og sjónvarpi má finna hér.

Æviágrip hans má lesa hér.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR