spot_img

Hjörtur Howser er látinn

Hjörtur Howser tónlistarmaður og hljóðmaður er látinn, 61 árs að aldri. Hann varð bráðkvaddur við Gullfoss í gær, en hann starfaði sem leiðsögumaður undanfarin ár.

Hjörtur samdi meðal annars tónlist við þáttaröðina Heilsubælið (1986), sjónvarpsmyndina Garðastríðið (1994) og kvikmyndina Pappírs-Pésa (1990). Þá vann hann um árabil með heimildamyndasmiðnum Páli Steingrímssyni og bæði samdi tónlist og vann hljóð við myndir hans Hér stóð bær (1989), Hvalakyn og hvalveiðar við Ísland (1987) og Regin-sund (1984).

Hjörtur var hljómborðsleikari fjölmargra hljómsveita og má þar nefna meðal annars Stormsveitina, Grafík, Mezzoforte, Fræbblana, Káta pilta, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar og Vini Dóra. Einnig lék hann undir hjá Ladda og var tónlistarstjóri hjá honum.

Klapptré vottar fjölskyldu hans dýpstu samúðarkveðjur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR