ALLRA SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN mest sótta íslenska myndin 2022

11 íslenskar bíómyndir litu dagsins ljós 2022. Aðsókn dregst saman milli ára. Allra síðasta veiðiferðin er vinsælasta íslenska kvikmynd ársins.

Samtals voru 19 nýjar íslenskar bíómyndir og heimildamyndir sýndar í kvikmyndahúsum 2022, miðað við 20 árið 2021.

11 nýjar bíómyndir litu dagsins ljós (10 myndir 2021). Frumsýndar heimildamyndir voru níu talsins, miðað við 10 árið 2021. Tvær eldri bíómyndir voru endursýndar á árinu og tvær bíómyndir voru áfram í sýningum frá 2021.

Heildaraðsókn dregst saman milli ára. Heildaraðsókn á íslensk verk í bíó nam 77.662 gestum miðað við 85.406 gesti 2021. Þetta er um 9% samdráttur milli ára. Tæpur þriðjungur heildaraðsóknar var á eina mynd, Allra síðustu veiðiferðina.

Heildartekjur námu um 127,6 milljónum króna miðað við 145 milljónir króna árið 2021.

Allra síðasta veiðiferðin er mest sótta bíómyndin en vinsælasta heimildamynd ársins er Velkominn Árni.

Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildaraðsókn er rúm 9%.

Meðalaðsókn á íslenskar bíómyndir 2022 er 11,361 gestur.

Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2022. Athugað að röðun á listann er eftir aðsókn, sem er ákvörðun Klapptrés.

HEITI DREIFING TEKJUR  AÐSÓKN
Allra síðasta veiðiferðin Myndform 45.126.861 kr. 24.258
Abbababb Sena 18.759.331 kr. 12.128
Svar við bréfi Helgu Sena 17.339.588 kr. 9.942
Berdreymi Sena 15.593.480 kr. 9.694
Svartur á leik (endursýningar) Sena 6.772.372 kr. 4.419
Sumarljós og svo kemur nóttin Sena 7.216.428 kr. 4.182
Skjálfti Sena 6.270.448 kr. 4.047
Sérsýningar: íslenskar heimildamyndir** Bíó Paradís 2.837.794 kr. 2.568
Þrot Myndform 1.371.200 kr. 1.330
Jólamóðir Samfilm 1.355.069 kr. 1.231
Velkominn Árni** Bíó Paradís 1.180.660 kr. 832
Harmur Samfilm 833.556 kr. 642
Regína (endursýningar) Samfilm 788.755 kr. 551
Band** Sena 609.419 kr. 516
Sundlaugasögur** Bíó Paradís 500.670 kr. 453
It Hatched Myndform 547.605 kr. 452
Uglur Bíó Paradís 245.238 kr. 259
Leynilögga*** Samfilm 229.041 kr. 134
Wolka*** Bíó Paradís 36.856 kr. 24
ALLS 127.614.371 kr. 77.662

HEIMILD: FRÍSK | *Enn í sýningum, tölur eingöngu 2022 | **Heimildamyndir | ***Frumsýnd 2021, tölur eingöngu 2022.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR