Andlát | Þröstur Guðbjartsson 1952-2021

Leik­ar­inn og leik­stjór­inn Þröst­ur Guðbjarts­son er lát­inn, 68 ára að aldri. Hann lést á líkn­ar­deild Land­spít­ala í Kópa­vogi laug­ar­dag­inn 17. júlí.

Þetta kemur fram á mbl.is og þar segir einnig:

Þröst­ur var hvað þekkt­ast­ur fyr­ir að fara með hlut­verk Ella í kvik­mynd­inni Sódóma Reykja­vík sem kom út árið 1992. Þar að auki hef­ur hann farið með hlut­verk í fjölda ís­lenskra kvik­mynda, þátta og leik­rita í gegn­um árin.

Þröst­ur fædd­ist í Bol­ung­ar­vík og ólst þar upp til níu ára ald­urs en síðan í Reykja­vík, auk þess sem hann var í sveit í Máskeldu í Saur­bæ í Dala­sýslu til fimmtán ára ald­urs. Hann var í Barna­skóla í Bol­ung­ar­vík, í Aust­ur­bæj­ar­skól­an­um, einn vet­ur í Reykja­skóla í Hrútaf­irði, lauk sveins­prófi í bak­araiðn frá Iðnskól­an­um í Reykja­vík 1973, stundaði nám við Leik­list­ar­skól­ann Sál 1974 einn vet­ur og út­skrifaðist frá Leik­list­ar­skóla Íslands 1978. Hann vann sem leik­ari og leik­stjóri hjá Þjóðleik­hús­inu, Borg­ar­leik­hús­inu, Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar og fleiri leik­hús­um í gegn­um árin.

Útför Þrast­ar verður gerð frá Hafn­ar­fjarðar­kirkju mánu­dag­inn 26. júlí klukk­an 13.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR