Garðar Cortes látinn

Garðar Cortes óperusöngvari, stofnandi Íslensku óperunnar og skólastjóri Söngskólans til áratuga, andaðist þann 14. maí, 82 ára að aldri.

Nánar er gerð grein fyrir ævi Garðars hér.

Garðar kom fram í eftirminnilegu hlutverki í kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Karlakórnum Heklu (1992). Hlutverkin eru raunar tvö, söngstjórinn Werner og tvíburabróðir hans sem enginn vissi af, þar til fyrrnefndur kór rekst á hann á ferðalagi sínu um Þýskaland.

Hér að neðan má sjá klippu úr þáttaröðinni Ísland: bíóland þar sem fjallað er um Karlakórinn Heklu og kemur Garðar við sögu ásamt Ragnhildi Gísladóttur.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR