spot_img

LEYNILÖGGA mest sótta íslenska myndin 2021

Tíu íslenskar bíómyndir litu dagsins ljós 2021, sem og aðrar tíu heimildamyndir. Heildaraðsókn jókst milli ára um 15%. Leynilögga er vinsælasta íslenska kvikmynd ársins.

Samtals voru 20 nýjar íslenskar bíómyndir og heimildamyndir sýndar í kvikmyndahúsum 2021, miðað við 8 árið 2020.

10 nýjar bíómyndir litu dagsins ljós (fjórar myndir 2020). Frumsýndar heimildamyndir voru einnig tíu talsins, miðað við 4 árið 2020.

Heildaraðsókn eykst milli ára, en hafa verður í huga að miklu fleiri verk voru sýnd 2021. Heildaraðsókn á íslensk verk í bíó nam 85.406 gestum miðað við 69.586 gesti 2020. Þetta er um 15% aukning milli ára. Um helmingur heildaraðsóknar er á eina mynd, Leynilögguna.

Heildarinnkoma nam um 145 milljónum króna miðað við 115 milljónir króna árið 2020.

Leynilögga er mest sótta bíómyndin en vinsælasta heimildamynd ársins er Hálfur álfur.

Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildaraðsókn er rúm 11%.

Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2021. Athugað að röðun á listann er eftir aðsókn, sem er ákvörðun Klapptrés.

HEITIDREIFINGTEKJURAÐSÓKN
1Leynilögga (Cop Secret) *Samfilm76.375.016 kr.41.534
2SaumaklúbburinnMyndform32.586.899 kr.19.036
3DýriðSena10.675.730 kr.6.636
4Hvernig á að vera klassa druslaSena10.589.243 kr.6.191
5BirtaSena6.284.465 kr.5.164
6WolkaBíó Paradís2.907.588 kr.2.009
7AlmaSena1.192.853 kr.802
8Hálfur álfur **Bíó Paradís1.117.188 kr.758
9A Song Called Hate **Annað766.691 kr.601
10Góði hirðirinn **Bíó Paradís651.516 kr.447
11Last and First MenBíó Paradís544.000 kr.379
12Er ást **Bíó Paradís526.872 kr.374
13Korter yfir sjö **Bíó Paradís29.4100 kr.300
14Shadowtown (Skuggahverfið)Sena347.999 kr.279
15Þorpið í bakgarðinumSena125.015 kr.208
16Milli fjalls og fjöru **Bíó Paradís162.244 kr.202
17Aftur heim? **Bíó Paradís271.686 kr.195
18Hvunndagshetjur **Bíó Paradís23.2157 kr.179
19Apausalypse **Bíó Paradís86.196 kr.86
20Ekki einleikið **Bíó Paradís41.828 kr.26
144.962.761 kr.85.406
HEIMILD: FRÍSK og BÍÓ PARADÍS | *Enn í sýningum, tölur eingöngu 2021 | **Heimildamyndir

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR