spot_img

Kosið um Óskarsframlag

oscarsKosning meðlima Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna fer fram dagana 12.-22. september næstkomandi. Íslenskar kvikmyndir sem frumsýndar eru á bilinu 1. október 2013 til 30. september 2014 koma til greina í valið á bestu erlendu myndinni, auk þess sem framleiðendur myndanna samþykkja að þær séu undir í þessu vali.

Þær myndir sem akademíumeðlimir kjósa um í ár eru í stafrósröð:

Harry & Heimir: Morð eru til alls fyrst
Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson
Handrit: Sigurður Sigurjónsson | Örn Árnason | Karl Ágúst Úlfsson
Framleiðandi: Skúli Malmquist – Zik Zak Filmworks
Málmhaus
Leikstjóri: Ragnar Bragason
Handrit: Ragnar Bragason
Framleiðendur: Árni Fillipusson og Davíð Óskar Ólafsson – Mystery Ísland ehf.
París norðursins
Leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Handrit: Huldar Breiðfjörð
Framleiðendur: Sindri Páll Kjartansson | Thor Sigurjonsson – Zik Zak Filmworks
Vonarstræti
Leikstjóri: Baldvin Zophoníasson
Handrit: Birgir Örn Steinarsson | Baldvin Zophoníasson
Framleiðendur: Júlíus Kemp | Ingvar Þórðarson – Kvikmyndafélag Íslands ehf.

Sjá nánar hér: Óskarinn – besta erlenda myndin – Eddan.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR