Heim Fréttir "París norðursins" forsýnd á Ísafirði, almennar sýningar hefjast 5. september

„París norðursins“ forsýnd á Ísafirði, almennar sýningar hefjast 5. september

-

Vestfirðingar frumsýna kvikmyndir með stæl.
Vestfirðingar frumsýna kvikmyndir með stæl.

París norðursins, eftir Hafstein G. Sigurðsson verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 5.september næstkomandi. Myndin var forsýnd í Ísafjarðarbíói s.l. laugardag.

Vísir segir frá:

Myndin var öll tekin upp á Flateyri sumarið 2013 og lögðu undir sig eyrina um nokkura vikna skeið. Flateyringar tóku kvikmyndahópnum opnum örmum og gerðu allt til að greiða leið þeirra við gerð myndarinnar. Til dæmis þurfti í tvígang að taka allt rafmagn af þorpinu.

Aðstandendur myndarinnar tóku ekki annað í mál en að sýna myndina fyrst þar sem hún á rætur sínar að rekja og var öllum Flateyringum boðið á sérstaka forfrumsýninguna.

Það var fullt hús af góðu fólki, mikið hlegið og að sýningu lokinni stóðu allir gestir upp og klöppuðu aðstandendur upp á svið.

„Ótrúlega gaman að koma aftur vestur og sýna öllu því frábæra fólki sem hjálpaði okkur við gerð myndarinnar. Og ekki verra að viðtökurnar voru framar vonum.“ sagði Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri París norðursins.

Sjá nánar hér: Vísir – Björn Thors sóttur á limmósínu.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.