Fréttablaðið um „Óla prik“: Þjóðargersemin Óli

Grímar Jónsson framleiðandi, Ólafur Stefánsson viðfangsefni og Árni Sveinsson stjórnandi Óla priks.
Grímar Jónsson framleiðandi, Ólafur Stefánsson viðfangsefni og Árni Sveinsson stjórnandi Óla priks.

Óli prik, heimildamynd Árna Sveinssonar um Ólaf Stefánsson handboltamann, var frumsýnd á þriðjudagskvöld í Háskólabíói. Myndin fær góða umsögn í Fréttablaðinu í dag.

Stefán Árni Pálsson skrifar m.a.:

Árni Sveinsson kvikmyndagerðarmaður eltir líf og afrek Ólafs og setur hlutina vel í samhengi. Þessi margverðlaunaði íþróttamaður er eftir allt saman bara maður. Hann á venjulega fjölskyldu, gengur í gegnum erfiða tíma eins og allir og ræður ekki við allt sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur sína bresti og kann ekki allt. 

Eftir að hafa séð myndina sér maður að Ólafur er hreinskilinn maður sem hefur í raun fengið nóg af íslenska draumnum – að vera atvinnumaður í handbolta. 

„Er þetta ekki bara komið gott,“ segir Ólafur í mjög eftirminnilegri senu í myndinni. Þá vitnar hann í þátt sem gerður var á RÚV, honum til heiðurs og um feril hans. Fjölskylda hans settist niður til að horfa á þáttinn saman sem fjallaði um handboltamanninn sem sigraði heiminn og vann allt. Hann virðist þá átta sig á að það sé kominn tími til að leita nýrra tækifæra og áskorana.

„Ég skrái mig bara núna í Listaháskólann og verð listamaður, kannski verð ég bara héðan í frá Óli Prik,“ sagði Óli eftir að hafa horft á heiðursþáttinn á RÚV.

Sjá alla umsögnina hér: Vísir – Þjóðargersemin Óli.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR