LEYNILÖGGA seld til Norður Ameríku og Frakklands

Leynilögga Hannesar Þórs Halldórssonar hefur verið seld til dreifingar í N-Ameríku og frönskumælandi svæða. Bresk/franska sölufyrirtækið Alief fer með sölu myndarinnar á heimsvísu, en myndin hefur þegar verið seld til meirihluta helstu markaða.

Variety skýrir frá.

Epic Pictures dreifir myndinni í Bandaríkjunum og Kanada. Myndin verður sýnd í völdum kvikmyndahúsum frá 8. júlí og kemur á stafrænar leigur 12. júlí. Extralucid Films dreifir myndinni í Frakklandi, Monaco, Luxemborg og frönskumælandi Belgíu og Sviss.

Myndin kemur út á vegum Vertigo í Bretlandi og Írlandi þann 23. maí. MFA Plus opnar myndina á þýskumælandi svæðum þann 23. júní.

HEIMILDVariety
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR