„Baskavígin“ verðlaunuð í Bandaríkjunum

BASKAVÍGIN: Ari Magnússon í Ögri, leikinn af Ármanni Guðmundssyni.

Spænsk/íslenska heimildamyndin Baskavígin í stjórn Aitor Aspe var valin besta heimildamyndin á Kvikmyndahátíðinni í Richmond í Bandaríkjunum sem lauk í gær.

Íslenskur meðframleiðandi myndarinnar er Hjálmtýr Heiðdal hjá Seylunni. Myndin var að miklu leyti tekin upp hér á landi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR