spot_img

Gríðarlegt niðurhal á Íslandi

niðurhal á íslandiSkýrsla Capacent frá 2011 sýnir að afar hátt hlutfall þess myndefnis sem Íslendingar neyta árlega er fengið gegnum niðurhal án greiðslu eða um 60%. Hlutfallið verður enn hærra þegar hópurinn 16-24 ára karlar er skoðaður sérstaklega, eins og fram kemur í súluritinu hér til hliðar (smellið á myndina til að stækka).

Á tólf mánaða tímabili frá mars 2010 til mars 2011 fengu einstaklingar 16 ára eða eldri að meðaltali 46,8 kvikmyndir eða sjónvarpsþætti og var efnið ýmist keypt, leigt, því halað niður af Internetinu eða fengið á stafrænu formi frá vinum eða ættingjum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem Capacent gerði á neyslu og niðurhaldi á kvikmyndum og sjónvarpsefni í mars 2011. Í ljósi þessa er áætlað að heildarmarkaðurinn hér á landi fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni sé um 11.646.000 myndir/þættir á ári.

Könnunin bendir til þess að af heildarmarkaðnum (11.646.000) hafi um 1.097.000 myndir/þættir verið keyptir á DVD/Blu-Ray, um 1.320.000 leigðir í gegnum VOD þjónustu eða myndbandaleigur og um 342.000 myndir/þættir leigðir á Internetinu. Til viðbótar var síðan um 6.960.000 halað niður af Internetinu og um 1.927.000 fengnir á stafrænu formi frá öðrum.

Þetta þýðir að tæplega 9 milljón kvikmyndum/þáttum var annað hvort halað niður beint eða efnið fengið frá öðrum. Til að áætla hversu mikið af þessu efni hefði verið keypt eða leigt var fólk beðið um að meta hversu hátt hlutfall það hefði keypt eða leigt ef það hefðir ekki haft aðgang að efninu í gegnum vini, ættingja eða niðurhal. Þá kom fram að rösklega 19% af efni sem halað er niður eða fengið á stafrænu formi frá öðrum hefði verið keypt ef ekki hefði verið hægt að komast yfir efnið með þessum hætti. Þetta jafngildir sölu eða leigu á 1.726.000 þáttum/myndum til viðbótar.

Sjá nánar hér: Áhorf Íslendinga á kvikmyndir og þætti, skýrsla Capacent

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR