„Grafir og bein“: Íslensk kvikmyndagerð þarf á svona myndum að halda

Tökur standa yfir á nýrri syrpu STELLU BLÓMKVIST

Þessa dagana standa yfir tökur á annarri syrpu þáttaraðarinnar Stella Blómkvist. Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans og Viaplay.

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.

Sjónvarpið læst inni í skáp til að virkja hugmyndaflugið

Anní Ólafsdóttir, annar leikstjóra Þriðja pólsins, er í viðtali við DV þar sem hún ræðir um myndina, framtíðarplön og annað.

Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt í nýrri mynd Gríms Hákonarsonar, THE FENCE

Miles Teller (Whiplash), Shailene Woodley (Adrift) og William Hurt munu fara með helstu hlutverk í nýrri kvikmynd Gríms Hákonarsonar, The Fence. Fyrirhugað er að tökur hefjist í Bandaríkjunum í mars á næsta ári.

Tökum á BIRTU lýkur senn

Sambýlisfólkið Helga Arnardóttir og Bragi Þór Hinriksson ljúka fljótlega tökum á barnamyndinni Birtu sem hann leikstýrir eftir sögu hennar. Hann segir þau hafa þurft að hugsa út fyrir kassann í kófinu.

Úr Grafir og bein eftir Anton Sigurðsson.
Úr Grafir og bein eftir Anton Sigurðsson.

Vefurinn Nörd norðursins ræðir við Anton Sigurðsson um fyrstu bíómynd hans, Grafir og bein, sem til stendur að frumsýna í júní næstkomandi.

Í umfjölluninni segir meðal annars:

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn virðast hafa forðast hryllingsmyndagreinina í gegnum tíðina. Þó eigum við ekki langt að sækja efniviðinn; bæði eru þjóðsögurnar stútfullar af hryllingssögum en einnig hafa íslenskir rithöfundar sýnt hryllingnum áhuga. En nú verður breyting á, því hryllingsmyndin Grafir og bein verður frumsýnd í júní á þessu ári og af því tilefni settist ég niður með leikstjóra myndarinnar Antoni Sigurðssyni.

Með leikstjórann í blóðinu

Anton sem er 26 ára segir að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á kvikmyndum og gekk með þá bakteríu í maganum að vilja verða leikari. Þegar hann varð 15 ára þá dvínaði leiklistaráhuginn og leikstjórahlutverkið varð áhugaverðara. „Þegar ég var orðinn unglingur þá fattaði ég að það væri einhver sem væri að láta leikarana gera það sem þeir eru að gera. Það rann því upp fyrir mér að hugsanlega væri leikstjórahlutverkið áhugaverðara og skemmtilegra. Svo fór ég í Kvikmyndaskóla Íslands og þar fékk ég tækifæri til þess að vinna með frábæru fólki og kennararnir voru hæfileikaríkir kvikmyndagerðarmenn,“ segir Anton.

Hvar eru hryllingsmyndirnar?

Það er skortur á íslenskum hryllingsmyndum og ég spyr Anton hvort hann hafi einhver svör. „Það er spurning hvort okkur þyki þetta vera nógu gott. Yrsa er að skrifa frábærar bækur í þessum fíling. Steinar Bragi skrifaði Hálendið og Óttar Norðfjörð skrifaði Unu. Svo eru náttúrulega þjóðsögurnar. En nú virðast allir vera að fara að gera myndir í þessum dúr. Matti Þórs er að fara að gera Unu og Óskar Þór er að fara að gera Brakið eftir Yrsu. Svo er verið að vinna að því að kvikmynda Húsið eftir Stefán Mána. Við erum kannski bara heppin að vera aðeins á undan hinum. Ég held líka að íslensk kvikmyndagerð þurfi á svona myndum að halda.“

Sjá nánar hér: Grafir og bein Antons Sigurðssonar | Nörd Norðursins.

TENGT EFNI

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.