Stiklan úr “Child Eater” opinberuð

Colin Critchley í Child Eater eftir Erling Óttar Thoroddsen.
Colin Critchley í Child Eater eftir Erling Óttar Thoroddsen.

Stikla íslensk-amerísku hrollvekjunnar Child Eater eftir Erling Óttar Thoroddsen er komin út og má sjá hér. Myndin verður Evrópufrumsýnd í Bíó Paradís þann 28. október næstkomandi, eða helgina fyrir hrekkjavöku.

Frumsýningin á Íslandi kemur í kjölfar heimsfrumsýningar myndarinnar á Brooklyn Horror Film Festival 16. október, þar sem Child Eater er lokamynd hátíðarinnar

Þetta er fyrsta kvikmynd Erlings í fullri lengd, en hún er byggð á samnefndri stuttmynd sem hann gerði sem nemi við Columbia University í New York. Stuttmyndin var sýnd á hátíðum á borð við SXSW, RIFF og New York Horror Film Festival.

Myndinni er svo lýst:

Helen grunar ekki hversu hryllilegt kvöld hún á í vændum þegar hún fer í afskekkt hús við skóginn til að passa Lucas litla. Hann kvartar og kveinar yfir því að illmenni sé í felum inni í skápnum sínum og þegar Lucas hverfur sporlaust um miðja nótt fer Helen að gruna að hann hafi verið að segja satt.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR