Gaukur Úlfarsson ráðinn stjórnandi dagskrár- og heimildamyndadeildar Sagafilm

Gaukur Úlfarsson hefur verið ráðinn til að leiða dagskrár- og heimildamyndadeild Sagafilm.

Gaukur hefur starfað að gerð kvikmynda og sjónvarpsefnis um árabil og hafa hans þekktustu myndir verið sýndar um allan heim. Einnig hefur hann gripið íslenska þjóðfélagið með sér í sín verk oftar en einu sinni. Þar má bæði td. nefna Besta flokkinn og Silvíu Nótt.

Heimildamyndin Gnarr (2010) um tilurð Besta flokksins sem hann gerði og sýnd var í kvikmyndahúsum um allan heim var ein fyrsta íslenska myndin sem seld var streymisveitunni Netflix.

Gaukur hefur framleitt og leikstýrt mikið af sjónvarpsþáttum og má þar nefna þætti á borð við Skítamix, Rapp í Reykjavík, Góðir landsmenn og Opnun.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR