Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson kemur í kvikmyndahús í dag. Myndin hefur þegar selst til nokkurra stærri markaða en verður kynnt kaupendum á Berlínarhátíðinni.
Myndin segir frá Kristínu, metnaðarfullum lögfræðingi sem dregst inn í óvænta atburðarás þegar bróðir hennar rambar fram á flugvélaflak úr seinni heimsstyrjöldinni uppi á Vatnajökli. Kristín og háskólaprófessorinn Simon Rush þurfa á öllu sínu að halda til þess að komast undan valdamiklum aðilum sem svífast einskis til þess að komast yfir leyndardóminn sem flugvélaflakið geymir.
Myndin er byggð á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar og segir frá Kristínu, metnaðarfullum lögfræðingi sem dregst inn í óvænta atburðarás þegar bróðir hennar rambar fram á flugvélaflak úr seinni heimsstyrjöldinni uppi á Vatnajökli. Kristín og háskólaprófessorinn Simon Rush þurfa á öllu sínu að halda til þess að komast undan valdamiklum aðilum sem svífast einskis til þess að komast yfir leyndardóminn sem flugvélaflakið geymir.