Tökur standa yfir á íslensk/pólsku spennumyndinni WOLKA

Tökur standa nú yfir á íslensk/pólska spennudramanu Wolka í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar. Sagafilm og Film Produkcja í Póllandi framleiða.

Tökur eru komnar vel á veg á Íslandi, flest allt hefur verið tekið upp í Vestmannaeyjum en tökur færast til Póllands í byrjun september.

Wolka fjallar hina pólsku Önnu sem losnar úr pólsku fangelsi eftir 16 ára dvöl. Hún á sér það markmið að finna konu að nafni Dorota. Til þess þarf Anna hinsvegar að brjóta skilorð, brjóta lög og leggja allt undir þegar hún kemst að því að Dorotu sé líklega að finna á Íslandi.

“Það er gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn í íslenskri kvikmyndasögu sem að sögusviðið fjallar um veruleika minnihlutahóps á Íslandi. Við erum auðvitað ánægð að tökur hafa gengið að mestu leyti vel þrátt fyrir breytingar á sóttvarnaráherslum á Íslandi á miðri leið við tökur. Við fylgjum ítrustu leiðbeiningum og höfum átt í mjög góðri samvinnu við Sóttvarnalækni og Heilbrigðisráðuneytið við að finna lausnir sem gera okkur kleyft að starfa áfram. Það eru yfir 25 manns sem hafa komið frá Póllandi í tengslum við tökurnar, ”

segir Hilmar Sigurðsson einn af framleiðendum myndarinnar og forstjóri Sagafilm.

Meðal leikara í myndinni eru pólska stórstjarnan Olga Bołądź sem fer með hlutverk Önnu, Janusz Cieciera, Eryk Lubos, Anna Moskal og íslenski leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Framleiðendur myndarinnar eru Hilmar Sigurðsson og Beggi Jónsson hjá Sagafilm og Stanislaw Dziedzic hjá Film Produkcja í Póllandi.

“Við erum ánægð með að fara af stað með verkefnið þrátt fyrir erfiðleika í undirbúningnum. Það gleður mig að taka þátt í tökum á Íslandi, sem ég hef aldrei gert áður. Leikarar og aðrir starfsmenn framleiðslunnar hlakkaði mikið til að taka koma til Íslands og taka þátt í myndinni,”

bætir Stanislaw Dziedzic, framleiðandi Film Produkcja, við.

Framleiðsla kvikmyndarinnar er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, Polish Film Institute og það er þýska dreifingarfyrirtækið ARRI Media International sér um dreifingarréttinn á heimsvísu en Monolith fer með réttinn í Póllandi. Kvikmyndin verður síðan sýnd hérlendis á næsta ári.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR