HeimHátíðirBERDREYMI vann til verðlauna í Sarajevó

BERDREYMI vann til verðlauna í Sarajevó

-

Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku.

Berdreymi var valin besta myndin í flokknum „Generation Features“ á hátíðinni en það voru leikararnir Áskell Einar Pálmason og Blær Hinriksson sem tóku á móti verðlaununum fyrir hönd aðstandenda myndarinnar.

Leikarinn Blær Hinriksson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni fyrir besta leik í myndunum Berdreymi og Hjartasteinn.

Vísir greindi frá.

HEIMILDVísir
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR