Rúnar Ingi Einarsson gerir kitlu fyrir „Game of Thrones“

Rúnar Ingi Einarsson.
Rúnar Ingi Einarsson.

Rúnar Ingi Einarsson leikstjóri stýrði gerð nýrrar kynningarkitlu fyrir sjöttu umferð þáttaraðarinnar Game of Thrones.

Rúnar Ingi, sem hefur meðal annars starfað fyrir Pegasus hér á landi við gerð auglýsinga auk þess að sinna verkefnum erlendis, segir á Facebook síðu sinni:

Fyrir tæpu hálfu ári var mér boðið af HBO að fljúga til Belfast til að leikstýra nýjasta teaser Game of Thrones. Tökur fóru fram í settinu þeirra og var ég umkringdur fagfólki sem unnið hafði við þáttinn undanfarin ár. Það gefur að skilja að þetta var tækifæri sem ég gat ómögulega staðist. Í gærkvöldi var svo teaserinn sýndur á besta tíma á HBO og er hann nú þegar kominn með yfir milljón áhorf á Youtube. Hér gefur að líta afraksturinn.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR