Umsóknarfrestur á Skjaldborg rennur út 17. apríl

skjaldborg-2015_grafikUmsóknarfrestur fyrir Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda, rennur út þann 17. apríl. Hátíðinni hefur þegar borist fjöldi titla og stefnir í fína dagskrá að sögn aðstandenda, sem vilja jafnframt koma því á framfæri að ef þú lumar á heimildamynd skaltu ekki hika við að fylla út umsókn á heimasíðu hátíðarinnar en þar eru einnig allar frekari upplýsingar að finna.

Hátíðin líkt og venjulega fer fram í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina, 22. – 25. maí. Hefðbundnir utandagskrárviðburðir á borð við plokkfiskveislu kvenfélagsins, sveitaball og limbókeppni verða á sínum stað í bland við nýjar og spennandi uppákomur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR