spot_img

Ólafur Darri meðal leikara hjá Steven Spielberg í Disney myndinni “The BFG”

Ólafur Darri Ólafsson tekur við verðlaunum sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi fyrir mynd Marteins Þórssonar XL.
Ólafur Darri Ólafsson tekur við verðlaunum sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi fyrir mynd Marteins Þórssonar XL.

Ólafur Darri Ólafsson mun leika í kvikmynd Steven Spielberg, The BFG (Big Friendly Giant), sem byggð er á sögu Roald Dahl og Disney framleiðir.

The BFG er lýst sem ævintýri um unga stúlku og góðlegan risa sem leggja af stað í leiðangur til að stöðva hina illu mannæturisa sem herjað hafa á mannheima.

Mark Rylance fer með aðalhlutverkið. Samkvæmt IMDb er allt lykilteymi Spielberg mætt til leiks, þar á meðal framleiðendurnir Frank Marshall og Kathleen Kennedy, klipparinn Michael Kahn, tökumaðurinn Janusz Kaminski og tónskáldið John Williams. Þá er Melissa Mathison skrifuð fyrir handritinu en hún skrifaði einnig ET.

Áætlað er að myndin verði frumsýnd 1. júlí 2016.

Sjá nánar frétt Deadline um málið hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR