“Hvalfjörður”, “Borgríki” og “Hreint hjarta” á dagskrá Sjónvarpsins um páskana

0
1
Séra Kristinn Friðfinsson er viðfangsefni verðlaunaheimildamyndarinnar Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson.
Séra Kristinn Friðfinsson er viðfangsefni verðlaunaheimildamyndarinnar Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson.

Sjónvarpið stendur sig ágætlega í að sýna íslenskar kvikmyndir yfir páskahátíðina. Klapptré hefur þegar sagt frá sjónvarpsmyndinni Ó blessuð vertu sumarsól eftir Lars Emil Árnason sem sýnd verður í tveimur hlutum á páskadag og annan í páskum. Einnig hefur verið sagt frá sýningum á heimildamyndabálknum Draumurinn um veginn eftir Erlend Sveinsson sem sýndur verður alla páskahátíðina.

Hvalfjörður, hin margverðlaunaða stuttmynd Guðmunar Arnars Guðmundssonar verður sýnd í Sjónvarpinu á skírdagskvöld.
Hvalfjörður, hin margverðlaunaða stuttmynd Guðmunar Arnars Guðmundssonar verður sýnd í Sjónvarpinu á skírdagskvöld.

Í kvöld skírdag, verður hin margverðlaunaða stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður, sýnd kl. 21:50. Myndin sýnir sterkt samband tveggja bræðra sem búa á litlum sveitabæ ásamt foreldrum sínum. Við skyggnumst inn í heim þeirra frá sjónarhorni yngri bróðurins og fylgjum honum í gegnum örlagaríka daga sem marka þáttaskil í lífi bræðranna. Með aðalhlutverk faraÁgúst Örn B. Wigum og Einar Jóhann Valsson. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.

Borgríki, mynd Ólafs Jóhannessonar frá 2011, sýnd að kvöldi skírdags.
Borgríki, mynd Ólafs Jóhannessonar frá 2011, sýnd að kvöldi skírdags.

Þá er einnig á dagskrá í kvöld kl. 22:10 kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Borgríki. Þetta er reykvísk glæpasaga sem segir frá serbneskum bifvélavirkja sem missir ófætt barn sitt í árás þegar meðlimir íslensks glæpahrings ráðast inn á heimili hans. Hefndaraðgerðir hans varpa ljósi á spillingu innan íslensku lögreglunnar. Meðal leikenda eru Jonathan Pryce, Ingvar Eggert Sigurðsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

Föstudaginn langa kl. 21:05 verður sýnd heimildamynd Gríms Hákonarsonar, Hreint hjarta Myndin fjallar um Kristinn Á. Friðfinnsson, prest í Selfossprestakalli. Kristinn er litríkur persónuleiki sem þykir umdeildur í starfi á sama tíma og hann leitast við að þjónusta sóknarbörnin sem best.  Myndin vann áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar 2012.

 

Athugasemdir

álit