spot_img

„Walesa. Maður vonar“ opnunarmynd Pólskra kvikmyndadaga

walesa man of hopeBíó Paradís og Sendiráð Lýðveldis Póllands á Íslandi standa fyrir Pólskum kvikmyndadögum í fjórða sinn dagana 25.-26. apríl 2014.

Að þessu sinni er boðið uppá þrjár nýjar myndir. Opnunarmyndin er Walesa. Maður vonar / Walesa. Czlowiek z nadziei sem fjallar um Nóbelsverðlaunahafann og Lech Wałęsa, fyrrum forseta Póllands. Hinn aldni meistari pólskra kvikmynda Andrzej Wajda, leikstýrði myndinni.

Myndirnar eru á pólsku með enskum texta og frítt er inn á allar sýningar.

Nánari upplýsingar um myndirnar má finna hér að neðan.
[divider scroll_text=““]

OPNUNARMYND:

WALESA. MAÐUR VONAR / WALESA. CZLOWIEK Z NADZIEI (2013) 

Ævisaga /Drama , 127 mín. Leikstjóri: Andrzej WajdaAðalhlutverk: Robert Wieckiewicz, Agnieszka Grochowska, Iwona Bielska

Walesa-Man-of-Hope-35543_lítilHvernig gat ein manneskja breytt heiminum á jafn afdrifaríkan hátt? Myndin fjallar um ævi Lech Wałęsa, fyrrum forseta Póllands og handhafa friðarverðlauna Nóbels. Hann hóf feril sinn sem verkamaður sem lifði hversdagslegu lífi, en varð að leiðtoga heillrar þjóðar. Þessi þversagnakenndi maður, sjálfur breyskur, hjálpaði milljónum manna við að leysa úr læðingi þrá eftir frelsi.

Aðal leikarar myndarinnar hlutu verðlaun fyrir leik sinn í myndinni á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago 2013 og á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2013. Leikstjóri myndarinnar Andrzej Wajda hlaut einnig verðlaun á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Palm Springs árið 2014. Á frumsýningu myndarinnar verður hún sýnd með hljóðlýsingu fyrir blinda og sjónskerta.


[divider scroll_text=““]

LÍFIÐ ER YNDISLEGT / LIFE FEELS GOOD / CHCE SIĘ ŻYĆ (2013)

Drama , 107 mín. Leikstjóri: Maciej Pieprzyca Aðalhlutverk: Dawid Ogrodnik, Dorota Kolak, Arkadiusz Jakubik.

life feels good stilla2Myndin er sannsöguleg og fjallar um Mateusz sem þjáist af heilalömun. Hann var snemma afskrifaður, því hann var ekki talinn geta átt í samskiptum við umheiminn. Tuttugu og fimm árum síðar kom í ljós að hann var vitsmunalega heilbrigður og segir myndin frá lífshlaupi Mateuszar þar sem að áhorfandinn fær að kynnast æsku hans og baráttu við að öðlast viðurkenningu. Erfiðleikar, sigrar og þrár þessa einstaka manns láta engan ósnortinn. Myndin vann til þriggja verðlauna á einni og sömu hátíðinni Montréal World Film Festival 2013 þar sem hún hlaut verðlaun sem besta myndin, áhorfendaverðlaun og kirkjuverðlaun.

[divider scroll_text=““]

ÍDA / IDA (2013)

Drama , 80 mín. Leikstjóri: Pawel Pawlikowski. Aðalhlutverk: Agata Kulesza, Agata Trzebuchowska, Joanna Kulig.

Ida_stillaPólland 1962. Sagan fjallar um Önnu  sem er að stíga sín fyrstu skref sem nunna. Hún ólst upp í klaustri og er nú við það að sverja heitin en áður en hún gerir það er hún staðráðin í því að hitta Wöndu, eina ættingja sinn sem er á lífi. Wanda leiðir Önnu inn í sannleikann um fjölskyldu hennar sem var af gyðingaættum og saman leggja þær af stað í ferðalag sem fær þær til þess að velta fyrir sér stöðu sinni, trú og samastað.

Myndin hefur hlotið 12 verðlaun þar á meðal gagnrýnendaverðlaunin á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Toronto 2013  og sem besta myndin á Kvikmyndahátíðinni í London 2013.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR