HeimBransinnLabrador býður uppá myndatökuvinnusmiðjur í vor og sumar

Labrador býður uppá myndatökuvinnusmiðjur í vor og sumar

-

Ljósmynd: Bowen Staines.
Ljósmynd: Bowen Staines.

Framleiðslufyrirtækið Labrador undir stjórn Péturs H. Bjarnasonar, býður uppá vinnusmiðjur í kvikmynda- og ljósmyndatökum í vor og sumar. Umsjón með vinnusmiðjunum hafa annarsvegar hinn kunni ljósmyndari Mika Ceron og kvikmyndagerðarmaðurinn Bowen Staines sem meðal annars hefur unnið fjölmörg tónlistarmyndbönd hér á landi.

Vinnusmiðjurnar standa í viku í senn og er fjöldi þátttakenda takmarkaður. Farið verður víðsvegar um landið og glímt við ýmiskonar áskoranir bæði varðandi umhverfi og tækni.

Nánari upplýsingar um vinnusmiðjurnar má finna með því að smella á hlekkina hér að neðan:

Vinnusmiðjur Bowen Staines.

Vinnusmiðjur Mika Ceron.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR