Með og kjark og einlægni að fær Edna Lupita leikarana Sólveigu Guðmundsdóttur og Val Frey Einarsson með sér í afhjúpandi ferðalag í leit sinni að andlegum bata.
Myndin er byggð á ævisögu hinnar mexíkósku Ednu Lupitu, hrífandi persónuleika hennar og starfi á sviði leiklistarþerapíu. Edna mætir sínum innri djöflum með því að sviðsetja og atburði úr fortíð sinni með hjálp atvinnuleikara. Með fyrirgefningu og sjálfsást að leiðarljósi dregur hún erfiðar minningar fram í dagsljósið og rannsakar þannig eigin hugarfylgsni, ævilanga baráttu við geðsjúkdóma og sjálfsvígshugsanir.
Ekki einleikið býður áhorfendum að fylgja Ednu í tilfinningalega óvissuferð þar sem hún uppgötvar mátt leiklistarinnar og annarra sjálfshjálparaðferða í linnulausri baráttu við sína innri djöfla.
Myndin var frumsýnd á RIFF, en almennar sýningar hefjast í Bíó Paradís í dag 14. október.
Arnar Þórisson stjórnaði kvikmyndatöku og Ingólfur Sv. Guðjónsson sá um hljóðupptöku. Gunnar Árnason hannaði hljóð og Kippi Kaninus gerði tónlist.