Þátttakendur óskast í heimildamynd um Kvennahlaup ÍSÍ

 

Frá Kvennahlaupi ÍSÍ í fyrra.
Frá Kvennahlaupi ÍSÍ í fyrra.

Birgitta Sigursteinsdóttir vinnur nú að gerð heimildamyndar um 25. Kvennahlaup ÍSÍ, sem haldið verður laugardaginn 14. júní næstkomandi. Myndin verður uppbyggð af myndefni frá konum á hinum ýmsu hlaupastöðum, hérlendis sem erlendis, þar sem konurnar sjálfar festa á filmu sína upplifun af afmælishlaupinu.

 

Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ óskar eftir konum til að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Æskilegt er að tvær konur vinni þetta saman, ein til að mynda og ein sem er mynduð, en það er ekki skylda. Allar umsóknir verða teknar til greina.

 

Búnaður; upptökuvél, minniskort og handfang, til þess að taka hlaupið upp verður sendur þátttakendum auk þess sem leiðbeiningar um framkvæmdina og kennsla á búnaðinn verður í boði í gegnum netið.

 

Konur á öllum aldri eru hvattar til að sækja um.

 

Umsóknir skulu sendar á netfangið kvennahlaup@isi.is. Takið fram fullt nafn, aldur, hlaupastað og hvers vegna þið hafið áhuga á að taka þátt í heimildarmyndinni.

 

Umsóknarfrestur rennur formlega út í dag en engu að síður verður tekið við umsóknum áfram næstu daga að sögn Birgittu.

 

Nánari upplýsingar gefur Kristín Lilja Friðriksdóttir, verkefnisstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma 514-4000 eða á netfangið kvennahlaup@isi.is.

Sjá nánar hér: Sjóvá – Þátttakendur óskast í heimildarmynd um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR