Magnús Scheving flytur frá Latabæ

Íþróttaálfurinn og Magnús Scheving.
Íþróttaálfurinn og Magnús Scheving.

Síðustu 20 ár hef­ur Magnús Scheving verið höf­und­ur og for­stjóri Lata­bæj­ar en nú er komið að því að íþrótta­álf­ur­inn fyrr­ver­andi taki stærsta stökkið í sögu bæj­ar­ins. Samn­ingi Magnús­ar er að ljúka og hef­ur hann ákveðið að end­ur­nýja hann ekki og því af­henda keflið yfir til eig­anda Lata­bæj­ar, alþjóðlegu fjöl­miðlasam­steyp­unn­ar Turner Broa­dcasting System. Þeir vilja þó ekki sleppa hon­um al­veg strax og Magnús mun því verða Turner áfram inn­an hand­ar sem ráðgjafi og sér­stak­ur sendi­herra Lata­bæj­ar næstu 2-3 árin hið minnsta. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Latabæ.

Magnús hefur þetta að segja um málið:

 „Eft­ir að ég fór úr bún­ingn­um þá hef­ur hlut­verk mitt sem sendi­herra fyr­ir heil­brigðan lífs­stíl víðs veg­ar um heim­inn auk­ist og eft­ir­spurn­in eft­ir mér sem fyr­ir­les­ara einnig og ég mun halda því áfram,“ er haft eft­ir Magnúsi Scheving í frétta­til­kynn­ingu. „Þá hef ég einnig hug á að snúa mér að spenn­andi verk­efn­um sem ég hef ekki kom­ist í vegna anna síðustu 20 árin.  Ég er stolt­ur og ánægður með að Lati­bær sé í hönd­um eins stærsta afþrey­inga­fyr­ir­tæki heims, Turner sem er hluti af Time Warner sam­steyp­unni. Aðila sem hef­ur allt sem þarf til að láta Lata­bæ vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ég er jafn­framt virki­lega spennt­ur að sjá Lata­bæ í Þjóðleik­hús­inu og það er góð til­finn­ing að nýj­ar kyn­slóðir geti upp­lifað Lata­bæ á sviði al­veg eins og þegar æv­in­týrið hófst fyr­ir 20 árum síðan.“

Sjá nánar hér: Magnús tekur stærsta stökkið í sögu Latabæjar – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR