![Úr heimildamyndinni Áhugamál Íslendinga.](https://i0.wp.com/klapptre.is/wp-content/uploads/2014/01/%C3%A1hugam%C3%A1l-%C3%ADslendinga-heimildamynd.jpg?resize=300%2C164&ssl=1)
Kvikmyndafélagið Fjórfilma vinnur nú að heimildamyndinni Áhugamál Íslendinga þar sem fylgst er með nokkrum ungmennum stunda hverskyns tómstundir svo sem siglingar, hestamennsku, sjósund, björgunarsveitarstörf og skíðamennsku. Myndin hefur verið í vinnslu frá því í byrjun síðasta árs en áætlað er að hún verði tilbúin í apríl.Verkefnið er unnið í samstarfi við Evrópu unga fólksins sem styrkja ungmenni í ýmsu frumkvöðlastarfi.
Að Fjórfilmu standa fjórar konur; Birgitta Sigursteinsdóttir, Erla Filippía Haraldsdóttir, Guðrún Johnson og Þórgunnur Anna Ingimundardóttir.
Nánar má fræðast um þær og verkefnið hér.