spot_img

Heimildamynd um áhugamál Íslendinga í smíðum

Úr heimildamyndinni Áhugamál Íslendinga.
Úr heimildamyndinni Áhugamál Íslendinga.

Kvikmyndafélagið Fjórfilma vinnur nú að heimildamyndinni Áhugamál Íslendinga þar sem fylgst er með nokkrum ungmennum stunda hverskyns tómstundir svo sem siglingar, hestamennsku, sjósund, björgunarsveitarstörf og skíðamennsku. Myndin hefur verið í vinnslu frá því í byrjun síðasta árs en áætlað er að hún verði tilbúin í apríl.Verkefnið er unnið í samstarfi við Evrópu unga fólksins sem styrkja ungmenni í ýmsu frumkvöðlastarfi.

Að Fjórfilmu standa fjórar konur; Birgitta Sigursteinsdóttir, Erla Filippía Haraldsdóttir, Guðrún Johnson og Þórgunnur Anna Ingimundardóttir.

Nánar má fræðast um þær og verkefnið hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR