Stuttmyndin “Prehistoric Cabaret” á Clermont Ferrand

Prehistoric Cabaret stuttmynd 2014Stuttmyndin Prehistoric Cabaret hefur verið valin á Clermont Ferrand stuttmyndahátíðina. Myndin er eftir Bertrand Mandico, sem áður hefur gert stuttmyndir á Íslandi. Katrín Ólafsdóttir er framleiðandi, Arnar Þórisson tökumaður, leikarar eru Elina Löwensohn, Alexandra Kjuregej Argunova, Hannes Sigurðsson, Magnús Ólafsson, Flóki Molina, Enrico Fiocco og Katrín Ólafsdóttir.

Myndin er tekin í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi og er lauslega byggð á sögu Jules Verne Ferðin að miðju jarðar.

Stikla myndarinnar er hér að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR