Heim Fréttir "Eyjafjallajökull" opnar franska kvikmyndahátíð

„Eyjafjallajökull“ opnar franska kvikmyndahátíð

-

fronsk kvikmyndahátíð 2014Hin árlega Franska kvikmyndahátíð fer fram í Háskólabíói dagana 17.-30. janúar næstkomandi og verða sýndar 9 nýjar myndir. Opnunarmyndin heitir því skemmtilega nafni Eyjafjallajökull.

Eyjafjallajökull er rómantísk gamanmynd sem skartar leikurunum Valérie Bonneton og Danny Boon í aðalhlutverkum, en bæði eru miklar stjörnur í heimalandinu. Þau leika fráskilin hjón, sem ætla sér að vera viðstödd brúðkaup dóttur sinnar í apríl 2010. Þegar Eyjafjallajökull byrjar að gjósa eru góð ráð dýr. Flugi hjónanna er aflýst og þau velja þann kost að fara landleiðina á bílaleigubíl. Gallinn er hins vegar sá að hjónin fyrrverandi hatast innilega. Leiðin frá Frakklandi til Grikklands, þar sem brúðkaupið er haldið, er löng og á ferðalaginu getur bókstaflega allt gerst.

Meðal annarra mynda má nefna nýjustu mynd Romans Polanski, Venus í feldi sem tilnefnd var til Gullpámans á Cannes og kvikmyndina Ég um mig og mömmu eftir leiksjórarnn Guillaume Galliane. Sú hlaut Art Cinema verðlaunin og SACD verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þá verða sýndar tvær teiknimyndir, Málverkið (Le tableau) og verðlaunamyndin Samþykktur til ættleiðingar (Coleur de peau – Miel).

Að hátíðinni standa Græna ljósið og Háskólabíó, Institut français, Alliance française í Reykjavík ásamt franska sendiráðinu.

Sjá nánar hér: Frönsk kvikmyndahátíð 2014 | Katalógur | Græna ljósið.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.