Þórarinn Þórarinsson hjá Svarthöfða fjallar um Nymphomaniac: fyrri hluta Lars von Triers. Hann byrjar á að úthúða leikstjóranum almennt, en vendir svo kvæði í kross og segir myndina "skínandi dæmi um hvers Trier er megnugur þegar hann er í góðum gír."
Níu íslenskir kvikmyndagagnrýnendur láta mynda sig með fullnægingarsvip í tilefni frumsýningar Nymphomaniac eftir Lars von Trier. Uppátækið er í kjölfar samskonar leiks danskra gagnrýnenda, sem fyrir fáeinum vikum riðu á vaðið og létu mynda sig í sömu stellingum og aðalleikarar myndarinnar.
Hin árlega Franska kvikmyndahátíð fer fram í Háskólabíói dagana 17.-30. janúar næstkomandi og verða sýndar 9 nýjar myndir. Opnunarmyndin heitir því skemmtilega nafni Eyjafjallajökull.
Almennar sýningar á La vie d'Adele eða Blue is the Warmest Color, sem hlaut hinn eftirsótta Gullpálma á Cannes í vor, hefjast í Háskólabíói á föstudag.